Bio-Groom Super white

2.690 kr. 1.880 kr.


355 ml

Aðeins 1 eftir á lager

Sjampó sem lýsir upp feldinn og eyðir gulum tónum.

Þetta einstaka sjampó veitir hvítum feld fallegan glans. Sjampóið hefur verið þróað fyrir hvítan og annan ljósan feld, lýsir hann upp og eyðir gulum tónum.

Sjampóið er próteinbætt og inniheldur kókosolíu grunn, hreinsar feldinn vel auk þess að gæða hann lífi og þykkt og kemur í veg fyrir þurrk.

Sjampóið hreinsast auðveldlega úr og eftir verður feldurinn mjúkur, meðfærilegur, glansandi og vel lyktandi.

Notkunarleiðbeiningar

Bleytið feldinn vel með volgu vatni. Nuddið Super White sjampóinu vel í feldinn en varist snertingu við augu. Skolið vel úr og endurtakið einusinni fyrir bestu útkomuna. Þurrkið feldinn og snyrtið eins og vanalega.

Blandist í vatn, 1 á móti 8.