CaniBeep Pro Beeper

14.900 kr.


Þegar þú notar CaniBeep Pro getur þú auðveldlega fylgt eftir pointer hundinum þínum þegar hann leitar í lágum gróðri eða á svæðum þar sem hann sést illa. Beeperinn er ekki bara fyrir standandi fuglahunda en er hægt að nota hann sem öryggistæki á allar gerðir hunda, á svæðum þar sem hætta er á að hann týnist eða festist einhversstaðar.

Beeperinn hjálpar þér að finna hundinn þegar hann er á standi með því að gefa frá sér hljóðmerki. Einnig er hægt að stilla ólina svo að hún gefi frá sér hljóðmerki bæði þegar hundurinn er á hreyfingu og á standi – hljóðið berst allt að 200 metra.

  • Beeperinn er vatnsheldur
  • Vegur 77 grömm
  • Þolir -10°C til +40°C
  • Ólin 20-50 cm löng
  • Rafhlaða fylgir, endist í um það bil 150.000 hljóðmerki.

Hægt er að velja á milli 4 mismunandi tóna sem er einstaklega hentugt þegar lagt er af stað með fleiri en einn hund. Auðvelt er að stilla hljóðstyrkinn.

Hvað er í settinu?

Í hverri pakkningu er:

  • 1x Canibeep Pro beeper með gulri ól
  • 1x 3-V CR123A Lithium rafhlaða
  • 1x Segul-lykill
  • 1x Skrúfjárn
  • Leiðbeiningabæklingur

Góð ráð

Við mælum með að nota Canibeep ólina á hunda eldri en 6 mánaða.

Gefðu hundinum þínum tíma til að venjast hljóðinu í ólinni. Hljóðstyrkurinn gæti gert hundinum þínum bylt við til að byrja með. Til að hjálpa honum að venjast hljóðinu er best að byrja með lágan hljóðstyrk og hækka hann hægt og rólega.

Þegar Beeper ólin er sett á hundinn þinn skaltu beina hljóðdreifinum frá líkama hundsins svo að hljóðmerkið fari ekki of nálægt eyrum hans. Það er auðveldast að kveikja á ólinni, velja stillingu og stilla hljóðstyrkinn áður en hún er sett á hundinn þinn.

Ef fleiri en einn hundur er þjálfaður á sama tíma, mælum við með að þú stillir hverja ól með mismunandi hljóðstillingu til að geta aðgreint hundana.

Notið ekki ólina á hunda sem hafa einhverskonar alvarlega heilsukvilla, eins og hjartavandamál eða flogaveiki, eða hunda sem hafa hegðunarvandamál.