Canny Collar múll

7.295 kr.


Clear

Auðvelt er að koma ólinni fyrir og nota hana. Venjuleg ól með sylgju er notuð fyrir auka öryggi og einfalda mjúka línu til að stjórna höfði hundsins. Engar flóknar leiðbeiningar, bara setja ólina á og halda af stað. Með ólinni getur þú þjálfað hundinn til að labba í venjulegum taum og ól, án þess að toga.

Með því að færa lykkjuna af nefinu og á eftir þörfum, er hægt að kenna hundinum hægt og rólega að hætta öllu togi, jafnvel þó hundurinn finni að ekkert er á nefinu á honum.

Vegna þess að hundurinn hefur bara eina lykkju yfir nefið en ekki margar línur, mun hann vera fljótari að sætta sig við ólina en við sambærilegar ólar með mörgum ólum og snúrum. Hann geturu opnað munninn, andað, másað og drukkið vatn með Canny Collarinn á sér, þar sem hann heldur ekki munninum lokuðum.

Óþarfi er að taka Canny Collar af hundinum þegar hann er í lausahlaupi, notið karabínurnar sem fylgja með til að festa línuna saman undir höku hundsins og hann er tilbúinn í lausahlaup.

Síðan sala hófst á Canny Collar hefur yfir hálf milljón óla verið seld! Eigendur sem höfðu áður verið í vandræðum með að fá hundana sína til að slaka á í taum, geta núna notið þess að fara í afslappaða göngutúra með hundinum sínum.

Ólin veitir hundinum ekki sársauka né óþægindi heldur togast trýnið niður í bringu hans ef hann togar sem verður til þess að hann sér ekki nægilega vel hvert hann er að fara og neyðist til að hætta að toga.

Hundaþjálfarar og eigendur um allan heim nota og mæla með Canny Collar.

Stærðir

Stærð 1 – 6.595 kr.
Ummál 23-28 cm
Hentar t.d. King charles cavalier

Stærð 2 – 6.595 kr.
Ummál 28-33 cm
Hentar t.d. Terrierum – Jack Russell, Westie ofl.

Stærð 3 – 6.595 kr.
Ummál 33-38 cm
Hentar t.d. Cocker Spaniel, Springer Spaniel, Border Collie eða Doberman

Stærð 4 – 6.595 kr.
Ummál 38-43 cm
Hentar t.d. Labrador, Boxer, Border Collie, Doberman, Rhodesian Ridgeback eða Weimaraner

Stærð 5 – 7.295 kr.
Ummál 43-48 cm
Hentar t.d. Labrador, Boxer, Schäfer, Golden Retriever, Rhodesian Ridgeback eða Rottweiler

Stærð 6 – 7.295 kr.
Ummál 48-53 cm
Hentar t.d. Bullmastiff, Stóra Dan eða Rottweiler

Stærð 7 – 7.295 kr.
Ummál 53-58 cm
Hentar t.d. Stórum Mastiff hundum eða Stóra Dan.

Myndband