490 kr.
Fagurgrænn pokahaldari frá Earth Rated. Flestar rúllur af pokum passa í haldarann en á honum er stillanlegt band svo auðvelt er að festa haldarann á hvaða handfang á taum sem er.
Haldaranum er lokað með því að skrúfa toppinn á hylkið sem kemur í veg fyrir að þú missir eða týnir pokunum. Sérhannaður hanki er aftaná þar sem hægt er að krækja notuðum pokum í þar til hægt er að koma þeim í rétta tunnu.
Með haldaranum fylgir 15 poka rúlla með mildri lavender lykt.
Vörurnar frá Earth Rated eru leiðandi á markaðnum þegar það kemur að gæðum.
Hver poki er 23 x 33 cm að stærð.