9.950 kr.
Frábær vestir úr PVC efni sem er einstaklega slitsterkt. Vestin gera hundinn sýnilegan á veiðum eða í lausahlaupi. Vestið ver mikilvæg svæði á líkama hundsins í hættulegu undirlagi, t.d. spena á tíkum í harðfenni eða hrauni. Situr vel á líkamanum svo það hindrar ekki hreyfingar hundsins.
Tvær týpur, tvílitt sem hægt er að snúa við – appelsínugult öðru megin og gult hinumegin, eða háglans appelsínugult.
Auðvelt er að skrifa á vestin með merkipenna og einnig er hægt að líma ljós á vestin, t.d. með vöðlulími.
Vestin koma í 10 stærðum.
Stærð | Brjóstmál |
Stærð 1 | 49-55 cm |
Stærð 2 | 52-59 cm |
Stærð 3 | 55-61 cm |
Stærð 4 | 58-64 cm |
Stærð 5 | 61-67 cm |
Stærð 6 | 64-70 cm |
Stærð 7 | 67-74 cm |
Stærð 8 | 70-76 cm |
Stærð 9 | 73-79 cm |
Stærð 10 | 76-82 cm |
Mæla skal brjóstmál þar sem bolur hundsins er breiðastur – yfir bak og undir kvið aftan við framfætur.
Stærðartaflan er miðuð við lágmarks sniðmát og hámarks sniðmát hverrar stærðar. Ef hundurinn er staðsettur alveg á mörkum neðra eða efra sniðmáts skal taka næstu stærð fyrir ofan eða neðan eftir því hvað við á.
Vestið á að sitja þétt á líkamanum án þess að þrengja að t.d öndun eða hreyfingum hundsins án þess þó að það sé laust þannig það taki inn á sig vatn á sundi.