Klóaklippur

1.950 kr.


Klippurnar eru með stoppara til að minnka líkurnar á að klippt sé í kviku og læsingu til að loka klippunum þegar þær eru ekki í notkun.

Hafa ber í huga að alltaf þarf að fara varlega við klóaklippingar, ekki treysta bara á stopparann, taka frekar minna í einu og klippa oftar. Ef klippt er óvart upp í kviku svo blæðir er gott að setja barnapúður á, til að stöðva blæðinguna.

Klippið klærnar reglulega til að koma í veg fyrir ofvöxt og að kvikan verði of síð.
Endurnýjið klóaklippur þegar þær eru orðnar bitlitlar.