3.990 kr.
Gæðaól, 3 cm breið með 30 mm breiðum D-hring og með mjúkri fóðrun að innan. Frábært fyrir snögghærða hunda sem eiga það til að fá nuddsár af ólum sem og fyrir loðna hunda sem eru gjarnir á að fá ólaför í feldinn.
ManMat taumarnir passa við ólarnar.
Með því að nota þessa ól er hægt að minnka líkurnar á frostbiti á eyrum hunda sem njóta þess að vera úti í öllum veðrum og bundnir eru í keðjur, en hringurinn á ólinni er lengra frá hálsi hundsins en hann er á venjulegum ólum.
Ólin er heil, án smellu, en hægt er að þrengja hana um 3-4 cm.
Stærð | Hálsummál* |
Small | 33 cm |
Medium | 37 cm |
Large | 42 cm |
xLarge | 47 cm |
*Ummál í þrengstu stöðu