Nordic Gold Mimer

13.900 kr.


10 kg.

Á lager

Flokkur: .

Mimer – fyrir eldri hunda og hunda með liða- og stoðkerfisvandamál – eða hunda í ofþyngd
17% prótein – 10% fita

Með tímanum, breytast bæði þarfir þínar og þarfir hundsins. Eftir langt og gott líf eftir hundruði ef ekki þúsundir göngutúra og klukkustundir af leik, geta liðir og stoðkerfi byrjað að valda vandræðum og oft sársauka.
Nordic Gold Mimer fyrir eldri hunda tekur tillit til þess að hundurinn þinn þarf minna prótein og fitu. Þess vegna hefur verið dregið úr magni af prótíni og fitu. Til að auðvelda meltingu hefur verið bætt við eggjum til að auðvelda frásog steinefna og vítamína. Fyrir styrkingu á liðum og beinabyggingu, inniheldur Mimer nóg af mikilvægu og náttúrulegu glúkósamíni úr grænum kræklingi  og omega-3 fitusýrum frá rækjum. Þegar þú gefur Mimer, þarft þú ekki að bæta við olíu eða öðrum bætiefnum til að halda hundinum þínum í flottu formi. Jafnvel þótt hundurinn hafi náð öldungastigi, þá hefur hann enn nóg eftir að skoða, fara í göngutúra, fá nammi og að leika sér.

Einnig er Mimer hentugt fyrir fullorðna hunda á öllum aldri sem eiga í erfiðleikum með liði og stoðkerfi, t.d. hundar með mjaðmalos. Vegna minna magns af próteini og fitu mælum við einnig með Mimer fóðrinu fyri hunda í ofþynd sem þurfa að léttast.

Innihaldslýsing

Innihald
Fiskur úr norðursjó (ríkur í omega 3 og 6 fitusýrum), egg, auðmeltanlegur kjúklingur, bygg, epli, baunir, hafrar, trefjar frá rófum, kartöflur og gulrætur, kaldpressuð lífræn repju olía frá danmörku, lífrænar jurtir frá eigin ræktun: valhumall, rauðsmári, (e. fenugreek), rósaber, timjan, fennikka, (e. goat’s rue), mynta, klóelfting og mjólkurþystlafræ. Náttúrulegt glúkósamín úr grænum kræklingum