Pawtrekker með dempun

84.890 kr.


Ekki til á lager

Flokkur: .

Vinsamlegast hafið samband við verslun ef áhugi er fyrir að panta hjól

Ákaflega skemmtilegt sport fyrir þig og hundinn.  Byggir upp þol og vöðva, heldur hundinum í formi og sér honum einnig fyrir líkamlegri og andlegri útrás.

Góð reynsla er komin á vöruna erlendis og eru hjólin frá Paw Trekker mjög vinsæl bæði fyrir áhugafólk um sportið sem og keppnisfólk.

Pawtrekker Full Suspension er vandað, sterkt og stöðugt hjól. Hátt er undir standplötu sem dregur úr áhrifum snarpra högga upp í líkama stjórnandans t.d. í ójöfnu landslagi. Vönduð fjöðrun að framan og aftan. Hægt að brjóta hjólið saman og setja þannig í skottið á bíl. Afturhluti er stillanlegur fyrir þyngd stjórnanda eða æskilega dempun.

Hægt er að fá hjólið í appelsínugulu og gráu.

  • Diskabremsur að framan og aftan
  • 6.5“ hæð upp undir standplötu
  • Auðvelt og fljótlegt að losa hjólin af grindinni með quick release búnaði
  • Auðvelt og fljótlegt að losa bogann framan af hjólinu með quick release búnaði
  • Kraton handföng
  • 20“ 2.25“ hjólbarðar