Retriever training – 4 diska sett með Keith Matthews

24.900 kr.


Ekki til á lager

Flokkur: .

Bendir mælir með!

Keith Mathews er víðfrægur hundaatferlisfræðingur og þjálfari sem heldur fyrirlestra og námskeið víða um heim en hann hefur yfir 20 ára reynslu í faginu. Keith leggur stund á margs konar þjálfun á öllum hundategundum og leggur mikla áherslu á atferli hunda. Hann þjálfar veiðihunda af mikilli ástríðu og hefur öðlast einstaklega gott orðspor fyrir aðferðir sínar en hann hefur jákvæða styrkingu og samvinnu að leiðarljósi. Einkunnarorð Keith eru að yfirvegun mun leiða til árangurs.

Þetta alhliða 4 DVD diska sett var 3 ár í framleiðslu og fóru upptökur fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Diskarnir eru í raun og veru heilt námskeið og líklega eitt yfirferðamesta myndband um þjálfun veiðihunda sem fyrirfinnst. Fylgdu Keith eftir á meðan hann sýnir þér skref fyrir skref æfingar sem auðvelt er að leika eftir, meðal annars æfingar sem enginn annar hefur verið með áður.

Keith mun kenna þér hvernig skal koma í veg fyrir vandamál sem geta komið upp í veiðiþjálfun og einnig sýnir hann þér hvernig hægt er að vinna sig útúr þeim, ef vandamál koma upp.

Á diskunum er farið er yfir hvað þú þarf að gera alveg frá því þú sækir hvolpinn þar til þú gerir hann að fullþjálfuðum veiðimeistara.

Keith hefur framleitt ýmis myndbönd um þjálfun. Hann kom til íslands árið 2012 og hélt fyrirlestra og námskeið við góðar undirtektir og þátttöku.

Kynningarmyndband