Galdur sendill

Kæru viðskiptavinir

Okkur hjá Bendi er mjög annt um viðskiptavini okkar og starfsfólk.
Að vel ígrunduðu máli höfum við tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi verslunarinnar að svo stöddu vegna Covid-19.

Frá og með mánudeginum 30. Mars mun Bendir loka dyrum sínum og færa sig yfir á vefverslun tímabundið. Greiðsluleiðir í boði: Greiðslukort, Pei, Millifærsla og Póstkrafa

Við munum sinna heimakstri á Höfuðborgarsvæðinu endurgjaldslaust, eins munum við halda áfram að koma vörum á póst og aðrar flutningsleiðir.

Pantanir sem berast fyrir kl. 12. fara í dreifingu samdægurs. A.T.H. vara er skilin eftir við útidyr/dyragang.

Sími verslunarinnar 5114444 verður opinn milli kl. 10-18 og munum við taka við öllum fyrirspurnum þar og aðstoða viðskiptavini eftir bestu getu. Einnig er hægt að senda skilaboð á facebook síðu Bendis.

Vörur á tilboði

    Nýjar vörur

    carrrier-produktbild

    Carrier hundafóður

    Carrier er sænsk gæðavara - með því að gefa það getur treyst því að hundurinn þinn fær allt sem hann þarf til þess að vera heilbrigður, hafa góða orku, sem mest úthald.

    Carrier er kjötfóður sem er stútfullt af næringarefnum, vítamínum og hollum olíum. Ekkert hveiti, engin aukaefni, litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni.